Mennska

"Ástin sameinar því hún er mótspyrnan við hatri" - Ingileif Friðriksdóttir

Season 1 Episode 8

Ingileif Friðriksdóttir er mögnuð kona sem framkvæmir hugmyndir sínar og hefur því komið víða við, t.d. sem aktivisti, framleiðandi og höfundur sjónvarpsefnis, áhrifavaldur, fjölmiðlakona og margt margt fleira. Fyrir stuttu gaf hún út sína fyrstu skáldsögu sem nefnist Ljósbrot sem er mjög spennandi og grípandi bók sem hverfist um ástir kvenna.

Í þættinum ræðum við að sjálfsögðu um hinseginleikann, mikilvægi fyrirmynda, hvernig það er að skrifa heila bók, meðvirkni okkar, tilfinningagreind og hvernig við höfum lært að treysta flæðinu í lífinu.

Hér er hægt að finna Ingileif á instagram: ingileiff
Svo er það að sjálfsögðu hinseginleikinn á instagram: hinseginleikinn

Hér er hægt að kaupa bókina Ljósbrot: https://www.salka.is/collections/nyjustu-baekurnar/products/ljosbrot

----


Bjarni Snæbjörnsson heldur úti hlaðvarpinu Mennsku

www.bjarnisnae.com 

Instagram: bjarni.snaebjornsson

Tónlist: Axel Ingi Árnason

Grafísk hönnun og bókakápa Emilía Ragnarsdóttir