Mennska

"Það er í lagi að skilja ekki" - Helga Haraldsdóttir

Bjarni Snæbjörnsson Season 1 Episode 14

Helga Haraldsdóttir stendur í ströngu þessa dagana enda er hún formaður Hinsegin daga í Reykjavík (ekki "Íslands" eins og ég segi í þáttunum!). Hún er einnig magnaður kokkur og við tengjumst beint í gegnum nostalgískar æskuminningar frá Vestfjörðum.

Í þætti vikunnar förum við yfir mikilvægi Hinsegindaga og tölum um hátíðina í ár sem er stórglæsileg að vanda. Hún segir mér frá skemmtilegu lífshlaupi sínu og hver hennar togstreita hefur verið í sambandi við hinseginleikann. Svo hlæjum við svo mikið og gerum stólpagrín - að okkur sjálfum. 

Þáttur vikunnar kemur extra snemma því ég er svo spenntur fyrir Hinsegindögum!

---

Bjarni Snæbjörnsson heldur úti hlaðvarpinu Mennsku

Hægt er að nálgast nýjustu bók Bjarna, sem heitir heitir einnig Mennska í næstu bókabúð.

www.bjarnisnae.com 

Instagram: bjarni.snaebjornsson

Facebook: https://www.facebook.com/bjarniactor 

Tónlist: Axel Ingi Árnason

Grafísk hönnun og bókakápa Emilía Ragnarsdóttir