Mennska

"Ég sætti mig ekki við að vera smættaður niður í eitthvað eitt" - Bjartmar Þórðarson

Bjarni Snæbjörnsson Season 1 Episode 24
Audio Player
00:00
00:00:00 | 01:26:35

Bjartmar er magnaður listamaður og sprenglærður í þokkabót. Hann vinnur jöfnum höndum við að leika, syngja, leikstýra og kenna auk þess sem hann nýtur þess að gera upp íbúðir.
Sameiginlegir snertifletir okkar tveggja eru margir í lífi og list þar sem við erum báðir hommar og leikarar. Við köfum djúpt í þann skrítna veruleika sem getur myndast þegar hið heterónormatíva samfélag vill setja okkur í box. Við ræðum ást okkar á söngleikjum, sem og leiklist í víðu samhengi og eigum hér yndislegt og heiðarlegt spjall.