Mennska

„Það þýðir ekki að breiða yfir allt sem er erfitt" - Inga Auðbjörg Straumland

Bjarni Snæbjörnsson Season 1 Episode 31

Inga Auðbjörg er kona ekki einhöm. Hún vinnur vanalega sem verkefnastjóri og athafnastjóri og er einnig formaður Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi. Hún hefur óskaplega gaman af stjórnarsetu almennt og er mikill Eurovision-nörd. Það er gaman að ræða við Ingu um Siðmennt og hver krafa félagsins er varðandi jafnræði meðal trú- og lífsskoðunarfélaga. Svo deilum við reynslusögum úr athafnastjórastarfinu, hvernig það er að leika og syngja saman í söngleikjakórnum Viðlagi og hvernig við erum með óbragð í munninum yfir Eurovision þessi misserin. Það er ekki hægt að leiðast þegar Inga er annars vegar enda er hún myljandi skemmtileg og orðheppin.

heimasíða Ingu: www.straumland.is
Inga á instagram: @ingaausa

----

Bjarni Snæbjörnsson heldur úti hlaðvarpinu Mennsku

Hægt er að nálgast nýjustu bók Bjarna, sem heitir heitir einnig Mennska í næstu bókabúð.

www.bjarnisnae.com 

Instagram: bjarni.snaebjornsson

Facebook: https://www.facebook.com/bjarniactor 

Tónlist: Axel Ingi Árnason

Grafísk hönnun og bókakápa Emilía Ragnarsdóttir