
Mennska
Mennska fjallar um fegurð fjölbreytileikans og það sem sameinar okkur. Ég fæ magnað fólk til mín sem er að gera heiminn að betri stað og við ræðum breyskleika manneskjunnar, mismunandi leiðir til sjálfsþroska og rannsökum mennskuna með berskjöldun að leiðarljósi.
Mennska (Humanity) adresses the beauty of diversity and what unites us. I meet amazing people who are actively making the world a better place and we discuss the human condition, our frailty and strengths and how we can self-improve. In short, we delve into our humanity with vulnerability as a guiding light.
Some episodes are in Icelandic and some in English.
Tónlist/music: Axel Ingi Árnason
Grafísk hönnun/cover design: Emilía Ragnarsdóttir hjá Forlaginu.
Instagram: bjarni.snaebjornsson
---
Eins og hlustendur taka eftir þá eru engar auglýsingar í Mennsku og ég vil gjarnan halda því þannig. Ef einstaklingar eða fyrirtæki vilja styrkja hlaðvarpið þá býð ég upp á valkvæða millifærslu þar sem þið ráðið upphæðinni. Hægt er að biðja um greiðslukvittun með því að senda mér skilaboð hér og taka fram kennitölu einstaklings / fyrirtækis: https://www.bjarnisnae.com/contact-me
Vinsamlegast skrifið "hlaðvarp" í skýringu á millifærslu.
kt: 0707785139
rn: 0111-26-269483
Með fyrirfram þökk, Bjarni
Mennska
„Það þýðir ekki að breiða yfir allt sem er erfitt" - Inga Auðbjörg Straumland
Inga Auðbjörg er kona ekki einhöm. Hún vinnur vanalega sem verkefnastjóri og athafnastjóri og er einnig formaður Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi. Hún hefur óskaplega gaman af stjórnarsetu almennt og er mikill Eurovision-nörd. Það er gaman að ræða við Ingu um Siðmennt og hver krafa félagsins er varðandi jafnræði meðal trú- og lífsskoðunarfélaga. Svo deilum við reynslusögum úr athafnastjórastarfinu, hvernig það er að leika og syngja saman í söngleikjakórnum Viðlagi og hvernig við erum með óbragð í munninum yfir Eurovision þessi misserin. Það er ekki hægt að leiðast þegar Inga er annars vegar enda er hún myljandi skemmtileg og orðheppin.
heimasíða Ingu: www.straumland.is
Inga á instagram: @ingaausa
----
Bjarni Snæbjörnsson heldur úti hlaðvarpinu Mennsku
Hægt er að nálgast nýjustu bók Bjarna, sem heitir heitir einnig Mennska í næstu bókabúð.
Instagram: bjarni.snaebjornsson
Facebook: https://www.facebook.com/bjarniactor
Tónlist: Axel Ingi Árnason
Grafísk hönnun og bókakápa Emilía Ragnarsdóttir