Mennska

"Fólk er ofboðslega fljótt að dæma" - Særún Lísa Birgisdóttir

Bjarni Snæbjörnsson Season 1 Episode 41

Særún Lísa er þjóðfræðingur, kennari og móðir sem hefur unnið síðustu ár við að kenna unglingum íslensku. Þegar hún var í þjóðfræðinámi eyddi hún töluverðum tíma í að rannsaka birtingarmyndir homma allt frá landnámi og fram yfir síðari heimsstyrjöld. Þessar rannsóknir leiddu til útgáfu á bók hennar "Hættið þessu fikti strákar" þar sem hún skrifar um uppgötvanir sínar. Í þættinum förum við yfir þessar rannsóknir og skoðum hvernig hommar og annað hinsegin fólk birtist í ritum fyrr á öldum, hvernig var talað um okkur í annálum og hvar var ekki talað um okkur. Þetta er áhugavert samtal um söguritskoðun og hvernig opinber hinseginleiki hefur oft leitt til útskúfunnar. 

Hægt er að kaupa bókina "Hættið þessu fikti strákar" beint af Særúnu, það eru örfá eintök eftir. Best er að senda henni skilaboð í gegnum facebook eða instagram @lisa_birgis

----

Bjarni Snæbjörnsson heldur úti hlaðvarpinu Mennsku

til að gerast áskrifandi að Mennsku: www.bjarnisnae.com/styrkja

Hægt er að nálgast nýjustu bók Bjarna, sem heitir heitir einnig Mennska í næstu bókabúð.

www.bjarnisnae.com 

Instagram: @bjarni.snaebjornsson

Facebook: https://www.facebook.com/bjarniactor 

Tónlist: Axel Ingi Árnason

Grafísk hönnun og bókakápa Emilía Ragnarsdóttir