
Mennska
Mennska fjallar um fegurð fjölbreytileikans og það sem sameinar okkur. Ég fæ magnað fólk til mín sem er að gera heiminn að betri stað og við ræðum breyskleika manneskjunnar, mismunandi leiðir til sjálfsþroska og rannsökum mennskuna með berskjöldun að leiðarljósi.
Mennska (Humanity) adresses the beauty of diversity and what unites us. I meet amazing people who are actively making the world a better place and we discuss the human condition, our frailty and strengths and how we can self-improve. In short, we delve into our humanity with vulnerability as a guiding light.
Most episodes are in Icelandic and some in English.
Tónlist/music: Axel Ingi Árnason
Grafísk hönnun/cover design: Emilía Ragnarsdóttir hjá Forlaginu.
Instagram: bjarni.snaebjornsson
---
Hægt er að kaupa áskrift að mennsku hér: www.bjarnisnae.com/styrkja
Mennska verður þó alltaf opin og hverjum og einum er í sjálfsvald sett hversu mikið eða lítið þau vilja borga í "áskrift".
Mennska
"Fólk er ofboðslega fljótt að dæma" - Særún Lísa Birgisdóttir
Særún Lísa er þjóðfræðingur, kennari og móðir sem hefur unnið síðustu ár við að kenna unglingum íslensku. Þegar hún var í þjóðfræðinámi eyddi hún töluverðum tíma í að rannsaka birtingarmyndir homma allt frá landnámi og fram yfir síðari heimsstyrjöld. Þessar rannsóknir leiddu til útgáfu á bók hennar "Hættið þessu fikti strákar" þar sem hún skrifar um uppgötvanir sínar. Í þættinum förum við yfir þessar rannsóknir og skoðum hvernig hommar og annað hinsegin fólk birtist í ritum fyrr á öldum, hvernig var talað um okkur í annálum og hvar var ekki talað um okkur. Þetta er áhugavert samtal um söguritskoðun og hvernig opinber hinseginleiki hefur oft leitt til útskúfunnar.
Hægt er að kaupa bókina "Hættið þessu fikti strákar" beint af Særúnu, það eru örfá eintök eftir. Best er að senda henni skilaboð í gegnum facebook eða instagram @lisa_birgis
----
Bjarni Snæbjörnsson heldur úti hlaðvarpinu Mennsku
til að gerast áskrifandi að Mennsku: www.bjarnisnae.com/styrkja
Hægt er að nálgast nýjustu bók Bjarna, sem heitir heitir einnig Mennska í næstu bókabúð.
Instagram: @bjarni.snaebjornsson
Facebook: https://www.facebook.com/bjarniactor
Tónlist: Axel Ingi Árnason
Grafísk hönnun og bókakápa Emilía Ragnarsdóttir