
Mennska
Mennska fjallar um fegurð fjölbreytileikans og það sem sameinar okkur. Ég fæ magnað fólk til mín sem er að gera heiminn að betri stað og við ræðum breyskleika manneskjunnar, mismunandi leiðir til sjálfsþroska og rannsökum mennskuna með berskjöldun að leiðarljósi.
Mennska (Humanity) adresses the beauty of diversity and what unites us. I meet amazing people who are actively making the world a better place and we discuss the human condition, our frailty and strengths and how we can self-improve. In short, we delve into our humanity with vulnerability as a guiding light.
Most episodes are in Icelandic and some in English.
Tónlist/music: Axel Ingi Árnason
Grafísk hönnun/cover design: Emilía Ragnarsdóttir hjá Forlaginu.
Instagram: bjarni.snaebjornsson
---
Hægt er að kaupa áskrift að mennsku hér: www.bjarnisnae.com/styrkja
Mennska verður þó alltaf opin og hverjum og einum er í sjálfsvald sett hversu mikið eða lítið þau vilja borga í "áskrift".
Mennska
“Ég trúi því að leikhúsið geti bjargað heiminum” - Gréta Kristín Ómarsdóttir
Gréta Kristín er leikstjóri sem hefur sett sitt mark á íslenskar sviðslistir á aðeins níu ára ferli sínum. Hún hefur leikstýrt fjölda atvinnusýninga og verið tilnefnd þrisvar til Grímunnar, íslensku sviðslistaverðlaunanna, sem leikstjóri ársins. Auk þess að vera einstakur listamaður starfar hún einnig sem fagstjóri sviðshöfundabrautar Listaháskóla Íslands.
Í þættinum ræðum við að sjálfsögðu listina og samstarf okkar Grétu sem spannar nú fjórar leiksýningar. Gréta segir okkur frá MA náminu sínu í leikstjórn í Helsinki og hvað það þýðir fyrir henni að vera leikstjóri. Þetta er heiðarlegt og skemmtilegt spjall enda erum við Gréta bestu vinir og höfum verið frá því hún leikstýrði mér fyrst í verkinu Stertabendu árið 2016.
@gretakristino
----
Bjarni Snæbjörnsson heldur úti hlaðvarpinu Mennsku
Hér er hægt að styrkja Mennsku: www.bjarnisnae.com/styrkja
Hægt er að nálgast nýjustu bók Bjarna, sem heitir heitir einnig Mennska í næstu bókabúð.
Instagram: bjarni.snaebjornsson
Facebook: https://www.facebook.com/bjarniactor
Tónlist: Axel Ingi Árnason
Grafísk hönnun og bókakápa Emilía Ragnarsdóttir